Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2009 07:35

Ráðherra spurður um kennitöluflakk sjávarútvegsfyrirtækja

Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður Sf í Norðvesturkjördæmi beindi fyrr í vikunni fyrirspurn til viðskiptaráðherra um kennitöluflakk fyrirtækja. Spurði hún hvort stjórnvöld hafi sett stjórnum nýju bankanna reglur eða stefnu að vinna eftir varðandi kennitöluskipti skuldugra fyrirtækja. Tilefni fyrirspurnar þingmannsins eru fregnir í fjölmiðlum um að stórskuldug sjávarútvegsfyrirtæki hafi flutt bæði rekstur og eignir yfir á nýjar kennitölur með samþykki og vitund bankanna. Þar með hafi eignir, m.a. fiskveiðiheimildir, verið fluttar yfir á nýjan rekstraraðila en skuldir skildar eftir á gömlum kennitölum. Sagði hún að þessar upplýsingar vektu áleitnar spurningar um stefnu og viðbrögð nýju bankanna sem nú eru í ríkiseigu og þar af leiðandi starfræktir á ábyrgð hins opinbera.

“Ég leyfi mér að fullyrða að íslenskur almenningur getur ekki sætt sig við þessi vinnubrögð, þau tilheyra óráðsíutímanum þegar menn gátu skotið sér undan ábyrgð á skuldbindingum. Nú er hrópað á nýja tíma og í ljósi þess óska ég nú svara frá hæstv. viðskiptaráðherra um viðbrögð við þessum upplýsingum,” sagði Ólína.

 

Í svari Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra kom fram að stjórnvöld hafa ekki, svo hann viti, sett sérstakar reglur um þetta. “Það getur vel verið að hin nýja og tilvonandi bankasýsla muni setja einhverjar slíkar reglur eða viðmið en það hefur ekki verið gert til þessa.” Ráðherra bætti við að hins vegar hafi þetta álitamál komið upp margoft og það sé ekkert skrýtið þótt sitt sýnist hverjum þegar fyrrverandi eigendur, sem hafa í einhverjum tilfellum siglt fyrirtækjum í strand og skilið þau eftir stórskuldug, fá að endurreisa þau undir nýrri kennitölu. “Það er auðvitað ekkert skrýtið þótt ýmsum sárni það hvort sem það eru starfsmenn, keppinautar eða aðrir. Ég hlýt því að taka undir að það verður að stíga mjög varlega til jarðar í málum sem þessum. Hins vegar verður einnig að hafa í huga að oft er það eðlileg leið til þess að bjarga verðmætum, þ.e. með því að gera fyrirtæki kleift að halda áfram í rekstri, að láta það skipta um kennitölu, eins og það er kallað, þar sem skuldir langt umfram greiðslugetu eru skildar eftir á gömlu kennitölunni og þess í stað er sett af stað nýtt fyrirtæki með nýja kennitölu og talsvert minni skuldir. Það kann því að vera eðlileg aðgerð til að bjarga verðmætum en það er þá mikið álitamál hvort eðlilegt er að fyrri eigendur taki við rekstrinum á nýrri kennitölu eða að nýir eigendur þurfi að koma til. Í sumum tilfellum kann að vera eðlilegt að fyrri eigendur haldi utan um reksturinn áfram, einfaldlega vegna þess að þeir eru líklegastir til þess að búa til mest verðmæti úr eignunum en alls ekki öllum,” sagði Gylfi Magnússon.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is