Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2009 03:53

Egilsfólkið kom saman á ættarmóti

Hópurinn á kirkjutröppunum í Borgarnesi. Ljósm. ohr.
Nú er sá tími sem ættir, stórar sem smáar, koma saman vítt og breitt um landið. Fyrstu helgina í júlí komu saman í Borgarfirði á annað hundrað manns á ættarmót afkomenda Egils Pálssonar og Jóhönnu Lind. Þessi fjölskylda hefur sett sterkan svip á mannlífið í Borgarnesi en einkum er það þrennt sem einkennir börn Jóhönnu og Egils, en það er létt lund og vinnusemi sem þau hafa erft frá foreldrum sínum. Þriðja atriðið er ættartryggð við sama stjórnmálaflokkinn, enda segja gárungarnir að sökum þess hve sterk hún er þyki fráleitt annað en að “ættin” eigi sinn örugga fulltrúa á framboðslista Framsóknarflokksins til sveitarstjórnar Borgarbyggðar.  Ættarmót Egilsættarinnar var haldið á Varmalandi, en Egill og Jóhanna bjuggu lengst af að Gunnlaugsgötu 10 í Borgarnesi.  Jóhanna Lind, sem í haust verður 93 ára gömul, mun síðar á þessu ári fagna hundraðasta afkomanda sínum. 

Nánar er greint frá ættarmótinu og örsaga fjölskyldunnar sögð í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is