Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2009 09:06

Annríki um stóra ferðahelgi

Mikill mannfjöldi fór í gegnum umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum um góðviðrishelgina síðustu. Mikið annríki var hjá lögreglu vegna ýmissa mála sem upp komu, mörg tengd umferðinni en líka mál sem tengjast áfengis- eða fíkniefnanotkun. Umferðin var með allra mesta móti og ítrekað sköpuðust langar biðraðir til norðurs frá gjaldskýli Hvalfjarðarganga, sérstaklega á sunnudeginum þegar flestir voru á suðurleið. Var biðröðin eitt sinn komin hátt í fimm kílómetra frá göngunum. Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í vikunni. Þar hafði maður gengið í skrokk á konu sem ekki vildi þýðast hann. Sjö umferðaróhöpp urðu í umdæminu, flest minniháttar og án teljandi meiðsla.

Alls voru fjórir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur í vikunni. Tveir ökumenn voru þar að auki teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Lögregla var kölluð til vegna ósættis og áfloga á gististað í nágrenni Borgarness í liðinni viku.

 

Þar hafði par undir áhrifum fíkniefna og áfengis verið að gera upp sakirnar. Við nánari athugun og leit kom í ljós að fólkið var með fíkniefni í fórum sínum. Var það handtekið og fært á lögreglustöðina í Borgarnesi til yfirheyrslu.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is