Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2009 08:21

Arnar og Bjarki láta af þjálfun ÍA

„Það er sameiginleg ákvörðun stjórnar Rekstrarfélags meistara- og 2. fl. Knattspyrnufélags ÍA og þeirra Arnars og Bjarka Gunnlaugssona að þeir láti af störfum sem umsjónarmenn meistaraflokks félagsins.  Ákvörðun þessi er tekin af báðum aðilum með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og þakkar Knattspyrnufélag ÍA þeim bræðrum innilega fyrir þeirra framlag í þágu félagsins,“ segir í tilkynningu frá félaginu síðdegis í dag.  Ákvörðun beggja aðila er tekin í ljósi erfiðrar stöðu meistaraflokks í 1. deild karla, þar sem árangur sumarsins er undir þeim kröfum sem gerðar eru til knattspyrnunnar á Akranesi. Liðið er nú í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 12 stig.  Þórður Þórðarson yfirþjálfari félagsins mun taka við umsjón meistaraflokks til loka tímabilsins og honum til aðstoðar verða aðrir starfsmenn og þjálfarar félagsins.

„Það er ljóst að þegar árangur liðsins hefur verið eins og raun ber vitni á undanförnum árum að taka verður allt starf félagsins til skoðunar þar sem og allir þeir aðilar sem að málum koma verða að taka til sín sinn hluta ábyrgðar, þ.m.t. stjórn rekstrarfélagsins,“ segir í tilkynningu félagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is