Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2009 10:10

Stóflustunga tekin að nýrri fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga

Verkið hafið.
Í gær var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga. Að sögn Bergþóru Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóri Líflands, mun nýja verksmiðjan marka tímamót í fóðuriðnaði hér á landi. Þær fóðurverksmiðjur sem hafa þjónað Íslendingum fram að þessu eru komnar til ára sinna og því metnaðarmál að svara kröfum nýrra tíma um aukna nákvæmni, gæði og öflugri sóttvarnir. Bergþóra segir ljóst er að ný tækni gjörbylti allri aðstöðu til fóðurframleiðslu og er grunnur að því að Lífland geti af öryggi þjónað íslenskum landbúnaði í framtíðinni.  Það voru tveir ráðherrar sem tóku fyrstu skóflustungurnar með Bergþóru á Grundartanga í gær. Viðstaddir voru margir af starfsmönnum Lífslands, sem alls munu telja vel á sjötta tuginn, og einnig þeir sem að undirbúningi framkvæmdanna hafa unnið. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði í stuttu ávarpi að það væri mikið fagnaðarefni í því stöðnunarástandi sem ríkt hefði undanfarið að iðnaðarfyrirtækin væru nú að fara af stað með framkvæmdir.

Ráðuneytið myndi aðstoða í þeim efnum eins og frekast væri kostur, en bæði innlendir og erlendir fjárfestar hefðu haft samband að undanförnu, að sögn Katrínar og á henni var að skilja að heldur væri að birta til. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra tók undir orð iðnaðarráðherra og óskaði Lífslandsmönnum alls hins besta í uppbyggingunni sem án efa yrði til eflingar íslensks landbúnaðar og um leið efla fæðuöryggið í landinu.

 

Rís á hálfu ári

Reist verður verksmiðjuhús sem samanlagt spannar yfir 1200 fermetra grunnflöt. Unnið verður hratt að uppsetningu og fyrirhugað er að nýja verksmiðjan hefji framleiðslu næsta vor. Gerður hefur verið samningur við verktaka úr Hvalfjarðarsveit um jarðvinnu og samið um byggingu sökkla og botnplötu við aðra íslenska verktaka. Gert er ráð fyrir að meðaltali verði á annan tug íslenskra iðnaðarmanna að vinna á svæðinu þá mánuði sem á framkvæmdum stendur.

Nýja verksmiðjan gerir Íslendingum kleift að framleiða kjarnfóður með svipuðum tæknibúnaði og best gerist í Evrópu. Tækjakostur verður af fullkomnustu gerð og miðast við heilbrigðiskröfur ESB. Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður 30 þúsund tonn miðað við að unnið sé á einni vakt. Nýja verksmiðjan bætir úr brýnni þörf fyrir geymslurými undir hráefni, hvort heldur er til fóðurgerðar eða manneldis. „Það kom berlega í ljós í haust í efnahagshruninu að áhættusamt er að hafa einungis birgðir til 2ja til 3ja vikna í landinu að meðaltali ef eitthvað kemur upp á svo sem styrjaldir eða farsóttir og ferðir til landsins stöðvast. Mesta breytingin er þó fullkominn aðskilnaður á hráefnum og hitameðhöndlun á fóðri sem stórbætir sóttvarnir gegn sjúkdómsvaldandi örverum,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Líflands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is