Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2009 10:49

8:1 stórsigur Skallagríms í gær

Skallagrímur mætti KFK, botnliði c riðils 3. deildar, í leik í Borgarnesi í gær. Borgnesingar þurftu verulega á sigri að halda í leiknum eftir fjóra tapleiki í röð. Þeir bitu heldur betur í skjaldarrendur því þegar flautað var til leiksloka var staðan átta mörk gegn einu marki gestanna. Þrátt fyrir sannkallað markaregn leit fyrsta markið ekki dagsins ljós fyrr en á 35. mínútu þegar Sigurjón Jónsson skoraði með skoti af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Bjarna Kristmarssonar. Gestirnir minnkuðu muninn undir lok fyrri hálfleiksins þegar sóknarmaður liðsins slapp einn í gegnum vörn heimamanna. Staðan í hálfleik var því jöfn, 1-1.

Í síðari hálfleik fóru hlutirnir hins vegar fyrir alvöru að gerast. Ekki voru liðnar meira en 40 sekúndur af seinni hálfleik þegar Aron Sigurðsson skoraði eftir hornspyrnu. Sigurjón bætti svo við tveimur mörkum með skömmu millibili og fullkomnaði þar með þrennu sína. Á 60. mínútu fékk Skallagrímur aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig andstæðinganna sem Valdimar markahrókur skoraði úr. Á 72. mínútu átti Guðmundur Lúther Hallgrímsson glæsilega fyrirgjöf á fjærstöng þar sem hægri bakvörðurinn Bjarni Kristmarsson kom á ferðinni og smellti boltanum í fjærhornið. Skömmu síðar bætti Arnar Helgi Jónsson við 7. markinu með góðu skoti utan úr teig. Þegar leikurinn var í þann mund að vera flautaður af bætti Sigurjón við fjórða marki sínu og varð lokastaðan því 8:1 eins og áður segir.

Framundan hjá Skallagrími er hörkubaráttu um 2. sætið í riðlinum sem gefur sæti í úrslitakeppni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is