Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2009 01:04

Loftorka seld lykilstarfsmönnum og stofnanda félagsins

Þrotabú Loftorku í Borgarnesi ehf. hefur gengið að kauptilboði fimm lykilstarfsmanna og fyrrum eigenda Loftorku, Konráðs Andréssonar og fjölskyldu, í rekstur Loftorku Borgarnesi ehf. Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri sagðist í samtalið við Skessuhorn búast við að starfsemin verði komin á fullt aftur strax eftir helgi. „Vitaskuld er það léttir að samningar hafi tekist og starfsemin haldi áfram. Það var dapurlegt að horfa á þetta stöðvast og þar með eignir falla í verði,“ sagði Óli Jón.  Aðspurður sagði hann að núverandi starfsmenn Loftorku væru um 40 talsins. Hann segir að verkefnastaðan sé bærileg fram á haustið og að hluta til lengur, en fyrirtækið er í fjölþættri framleiðslu, á byggingaeiningum og holræsalögnum. Langstærsta verkefnið sem nú er á döfinni, er framleiðsla eininga í Tónlistarhúsið í Reykjavík.   Nýja félagið sem stofnað verður um Loftorku mun taka yfir öll verkefni og tæki gömlu Loftorku. Íslandsbanki mun hins vegar leysa fasteignir þrotabúsins til sín og leigja nýja félaginu.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is