Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2009 03:13

Tap á rekstri sveitarsjóðs fyrstu fjóra mánuðina

Tap á rekstri A og B hluta sveitarsjóðs Borgarbyggðar fyrstu fjóra mánuði þessa árs nam 91,2 milljónum króna fyrir fjármagnsliði, en 94,9 milljónum að teknu tilliti til þeirra. Þá hefur verið tekið tillit til 120 milljóna króna arðs sem tekjufærður er á tímabilinu vegna sölu eignarhluts í Sparisjóði Mýrasýslu, en sú greiðsla mun vera hluti af samkomulagi sem gert var þegar Kaupþing yfirtók rekstur SPM og eignaðist þar með stofnfé Borgarbyggðar. Við skoðun á árshlutauppgjörinu kemur glöggt fram að staða sveitarsjóðs er erfið. Veltufé frá rekstri var t.d. neikvætt um 160 milljónir króna þann 30. apríl síðastliðinn.

“Staða sveitarfélagsins einkennist af óvissu í gengis- og vaxtamálum líkt og margra annarra sveitarfélaga og skuldsettra fyrirtækja. Þá verðum við að taka tillit til að þetta yfirlit nær yfir fyrstu mánuði ársins og spurning hvernig málin þróast ef t.d. uppsagnir í fyrirtækjum munu koma til framkvæmda. Í ljósi stærðar sinnar eru fræðslumálin auðvitað áhyggjuefni en þau voru komin í 41% af áætluðum kostnaði ársins, en hefðu átt að vera 33,3% miðað við ársþriðjungsuppgjör. Þessi staða hvetur menn til að horfa gagnrýnum augum á reksturinn og skoða allt sem hægt er að gera til að draga úr kostnaði,” sagði Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri í samtali við Skessuhorn.

 

Hægt er að skoða árshlutauppgjörið HÉR

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is