Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2009 04:13

Sumarbústaður fluttur af lóð í heimildarleysi

Grunnveggirnir standa einir eftir á lóðinni.
Í byrjun júní síðastliðins var sumarbústaður sem stóð á lóð í Hvammslandi í Skorradal fluttur burtu án allra tilskilinna leyfa. Um er að ræða 75 fermetra hús sem stóð á lóðinni Furuhvammi 1 í landi Hvamms. Strax og upp komst um flutninginn var haft samband við byggingafulltrúa sveitarfélagsins sem staðfestir að húsið hafi verið tekið af grunni sínum og flutt burtu í heimildarleysi. Byggingafulltrúi kærði málið til lögreglu sem nú rannsakar það.  Saga þessa húss virðist býsna margbrotin og víða brotalamir að finna í ýmsu sem því tengist. Á viðkomandi lóð hvíldu verulegar skuldir og virðist sem Gamli Landsbankinn hafi látið þinglýsa tryggingarbréfi á fyrsta veðrétti á lóðinni án þess að búið væri að staðfesta virði hússins hjá Fasteignamati ríkisins.  

Þegar Stefán Skarphéðinsson sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hugðist bjóða upp lóð hússins 3. júní síðastliðinn vegna áhvílandi skulda, sem komnar voru í vanskil, kom í ljós að húsið sem á lóðinni hafði staðið var horfið, einungis undirstöðurnar eftir. Var því fremur rýr eftirtekja þeirra sem hugsanlega vildu bjóða í eignina.

 

Samkvæmt heimildum Skessuhorns hvíldu tæplega 20 milljónir króna á lóðinni og átti Landsbankinn fyrsta veðrétt eins og áður segir.  Samkvæmt heimildum Skessuhorns var aflað tilskilinna leyfa á sínum tíma hjá Skorradalshreppi til að byggja húsið á umræddri lóð og teikningar af því lágu fyrir hjá sveitarfélaginu. Hins vegar var samkvæmt fasteignaskrá ekki búið að verðmeta húseignina og gefa því fasteigna- eða brunabótamat. Samt kemur fram í fasteignaskrá að 75 fermetra hús standi á lóðinni. 

 

Umrætt hús stendur nú á jörð í Lundarreykjadal í Borgarbyggð. Til að mega setja niður hús til bráðabirgða þarf svokallað stöðuleyfi og staðfesti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar að ekki hafi verið sótt um slíkt leyfi. Eigendur jarðarinnar sem um ræðir í Lundarreykjadal kváðust hins vegar í samtali við Skessuhorn hafa verið í góðri trú þegar þeir veittu “eiganda” hússins leyfi til að geyma húsið á sínu landi.

 

Í þessu máli virðist sem farið hafi verið á svig við ýmiss lög og reglugerðir með flutningi hússins af lóðinni. Fyrir það fyrsta er með öllu bannað að flytja fasteignir af lóðum án leyfis viðkomandi skipulagsyfirvalda. Þá er ekki hægt að flytja hluta af þinglýstum eignum burtu af lóðum nema þær séu án veðbanda. Í öllum tilfellum þarf að sækja um leyfi til flutnings húsa af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir, en það mun ekki hafa verið gert hvorki hjá lögreglu né skipulagsyfirvöldum. Loks má velta því fyrir sér hvernig standi á því að banki taki hátt í 20 milljóna króna veð í tæplega hálfs hektara kargaþýfi, jafnvel þótt í Skorradal sé.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is