19. júlí. 2009 03:11
 |
Útsýni frá glugga veiðihússins. Ljósm. hög. |
Gott slökkvikerfi í veiðihúsinu við Norðurá í Borgarfirði er talið hafa komið í veg fyrir að eldur yrði laus í húsinu snemma í morgun. Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð staðfesti í samtali við Skessuhorn að brunakerfið í húsinu hafi gefur boð um eld og því hafi starfsmenn veiðihússins getað þefað uppi reyk og slökkt áður en eldur varð laus. Bilun hafði orðið í rafmagni í gufubaðsklefa í kjallara hússins og var glóð búin að læsa sig í timbur. Starfsmenn veiðihússins slökktu í glóðinni með dufttæki en kölluðu eftir það út menn frá slökkviliðinu til öryggis sem fóru yfir svæðið ásamt lögreglu.