Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júlí. 2009 08:47

För ökuníðings stöðvuð í Hvalfirði

Bíllinn úti í skurði og fjöldi lögreglubíla sem veittu manninum eftirför

Fjölmennu liði lögreglu tókst klukkan 19:45 í kvöld að stöðva för ökuníðings á stolnum fólksbíl, en sá hafði þá ekið á ofsahraða alla leið úr höfuðborginni, um Vesturlandsveg og Hvalfjörð. Hafði manninum þar að auki alllengi verið veitt eftirför um Breiðholt áður en leið hans lá út úr höfuðborginni. Þaðan lá eftirförin inn Hvalfjörð að sunnanverðu og var að nálgast Vesturlandsveg á móts við afleggjarann að Svínadal við Miðfell þegar ökumanninum fibaðist aksturinn og lögreglu tókst að þröngva hann til að aka út í skurð. Fjöldi lögreglubifreiða veitti manninum eftirför. Jafnframt tók sjúkrabifreið þátt í eftirförinni og ökumenn tveggja jeppabifreiða höfðu auk þess verið fengnir til að leggja bílum sínum á þjóðveginn þannig að maðurinn næði ekki að aka aftur inn á Vesturlandsveg við Laxá.  

Að sögn lögreglu hafði maðurinn hótað með símtali til Neyðarlínunnar að aka á hvað sem fyrir yrði á för hans. Til þess kom þó ekki þar sem för hans lauk nokkrum kílómetrum áður en inn á Vesturlandsveginn kom í til þess að gera gljúpum skurði við veginn.

 

Ökumaðurinn slasaðist við útafkeyrsluna og var fluttur á brott með sjúkrabifreið. Slökkviliðið á Akranesi var kallað út vegna þess að talið var maðurinn væri fastur í bílnum.

 

Mikil umferð var um þjóðvegina þegar þetta átti sér stað í lok stórrar ferðahelgar og mildi að eftirförin náði ekki alla leið inn á Vesturlandsveg aftur. Þá var mikil mildi að ekki varð alvarlegt slys við þennan glæfraakstur um Hvalfjörð þar sem töluverð umferð var að sögn lögreglumanna sem Skessuhorn ræddi við. Vildi lögregla hæla ökumönnum fyrir að hafa verið vel á verði og forðað sér þegar eftirförin átti leið hjá.

 

Þannig vildi til að eigandi Yaris bílsins býr í Hvalfjarðarsveit, ekki svo ýkja langt frá þeim stað sem bíllinn endar för sína.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is