20. júlí. 2009 02:23
Þeir voru búnir að fá þrjá laxa á maðk við brúna yfir Fáskrúð í Dölum þessir reykvísku stangveiðimenn sem þar voru í gærmorgun. Einn lax höfðu þeir fengið daginn áður á flugu. Þeir sögðu mikið af laxi í ánni og að nokkrir tugir væru við brúna. Tólf laxa kvóti er á hvert tveggja daga holl í Fáskrúð og sögðu veiðimennirnir að flestir hefðu náð þeim kvóta í sumar. Helst væri nú að vatnsleysi hamlaði veiðum í ánni enda hefur lítið rignt í Dölunum að undanförnu. Stangveiðifélag Akraness og Stangveiðifélag Reykjavíkur eru með Fáskrúð á leigu.