21. júlí. 2009 08:03
 |
Hundaskítur á gangstétt |
Það er víðar en á Akranesi sem íbúar eru óánægðir með umgengni hundaeigenda með hunda sína. Á vef Borgarbyggðar segir að á undanförnu hafi talsvert verið kvartað yfir lausum hundum í þéttbýli sveitarfélagsins. Af því tilefni sé bent á að lausaganga hunda er bönnuð í þéttbýli í Borgarbyggð, eins og reyndar í mörgum öðrum sveitarfélögum, og skulu hundar vera í taumi þegar að eigendur þeirra eða forráðamenn eru með þá úti að ganga. Einnig er skylda forráðamanns hunds að hreinsa upp saur og annan óþrifnað eftir hundinn.