21. júlí. 2009 12:08
Tveir leikmenn Skallagríms eru í íslenska U-18 ára landsliðinu í körfuknattleik sem hélt í gærmorgun til Sarajevo í Bosníu. Þar tekur liðið þátt í b-deild Evrópukeppninnar. Þetta eru þeir Sigurður Þórarinsson og Trausti Eiríksson en þeir voru einnig í þessu landsliði sem varð Norðurlandameistari á liðnu vori. U-18 ára liðið mun leika átti leiki á 10 dögum og verður sá fyrsti gegn Pólverjum á fimmtudagskvöldið. Í b-riðlinum eru einnig auk fyrrtalinna liða og gestgjafanna Bosníu landslið Slóvakíu, Svíþjóðar og Finnlands.