21. júlí. 2009 02:06
Tónleika verða í Stykkishólmskirkju annað kvöld, miðvikudaginn 22. júlí klukkan 20:30. Þar verða flutt samtímakórverk og heimstónlist með hinum nafntogaða unga kammerkór frá Bremen í Þýskalandi undir stjórn Gordon Hamilton. Gestakór verður Flensborgarkórinn undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Frítt er á tónleikana en tekið verður á móti frjálsum framlögum.