21. júlí. 2009 02:58
Það kom Margréti Guðbjartsdóttur bónda í Miklagarði í Saurbæ á óvart þegar tveggja vetra ær bar tveimur lömbum fyrir tíu dögum, eða12. júlí. Þetta var í annað skiptið sem ærin ber á þessu ári en hún eignaðist lamb í byrjun þorra, 24. janúar. Tvævetlan bar tveimur lömbum á hefðbundnum sauðburði vorið 2008, þá veturgömul og hefur því alls borið fimm lömbum. Er það einstakt hjá svo ungri á. Bændablaðið greinir frá þessu. Sjá nánar: www.bbl.is