22. júlí. 2009 11:02
Í síðustu viku var spurt hér á vef Skessuhorns: “Á Ísland að sækja um aðild að ESB?” Umtalsverður meirihluti svarenda er andvígur því, eða 55,2%. Þeir sem vildu tvímælalaust að Ísland sækti um aðild voru 34%, en þeir sem ekki gátu gert upp hug sinn voru 10,7%. 780 manns kusu í könnuninni sem framkvæmd var sömu vikuna og alþingismenn greiddu atkvæði um hvort Ísland ætti að sækja um aðildarviðræður við ESB.