22. júlí. 2009 03:05
 |
Starfsfólk við Gestastofuna í síðustu viku |
Ferðamönnum í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul hefur fjölgað ár frá ári allt frá stofnun hans árið 2001. Linda Björk Hallgrímsdóttir, staðgengill þjóðgarðsvarðar, segir nokkuð erfitt að geta sér til um heildarfjöldann en þeir sem komi í Gestastofuna á Hellnum séu taldir. Talið er að um hundrað þúsund manns komi árlega í þjóðgarðinn en þeir verði örugglega fleiri þetta árið. Hún segir útlendinga meira áberandi á virkum dögum en Íslendingar séu fjölmennir um helgar. “Aukningin hingað í Gestastofuna er 100% miðað við sama tíma í fyrra,” segja starfsmenn þjóðgarðsins í samtali við Skessuhorn, en í síðustu viku höfðu 4.444 gestir komnir í Gestastofuna frá því hún var opnuð 20. maí í vor.
Sjá nánar viðtal við starfsfólkið í Skessuhorni sem kom út í dag.