23. júlí. 2009 03:30
 |
Jóhanna að búa um á Bakkatúninu |
„Þetta voru eiginlega viðbrögð við falli „gróðærisins“ og tilkomu kreppunnar sem við fórum út í þetta. Áður vorum við með neðri hæðina í útleigu en þegar það gekk ekki lengur kom upp þessi hugmynd að nýta húsnæðið. Ég var svolítið efins í fyrstu, en sé ekki eftir því að hafa látið slag standa. Það er nefnilega þannig með suma sem hafa kynnst vel ferðaþjónustunni að það er eins og þeir festist ekki í neinu öðru. Þetta er bara svo gaman,“ segir Jóhanna Leópoldsdóttir sem ásamt manni sínum Helga Guðmundssyni opnaði gistihús á Bakkatúni 20 á Akranesi í marsmánuði síðastliðnum. Reksturinn hefur gengið vel það sem af er.
Rætt er við Jóhönnu í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.