23. júlí. 2009 07:47
Nærri lætur að um 400 manns hafi tekið þátt í Fergusondeginum sem haldinn var á Hvanneyri á laugardaginn í blíðskaparveðri. Nú í ár er fagnað 60 ára afmæli Ferguson dráttarvéla á Íslandi og hópi þessara eðalvéla á laugardaginn var einmitt ein sem kom í hendur eiganda síns á Gilsbakka í Hvítársíðu þann 19. júlí fyrir réttum 60 árum. Þorsteinn Magnússon frá Gilsbakka ekur á meðfylgjandi mynd vélinni um Hvanneyrarhlað. Um 30 Ferguson dráttarvélar á öllum aldri voru til sýnis á Hvanneyri, mismikið uppgerðar, en álitlegar allar.
Sjá umfjöllun um Fergusondaginn í máli og myndum í Skessuhorni vikunnar, sem kom út í gær.