22. júlí. 2009 01:01
Maðurinn sem leitað hefur verið að frá því í gær í nágrenni Nesjavalla er kominn í leitirnar heill á húfi. Björgunarsveitir hafa því verið kallaðar heim, en mikill fjöldi björgunarsveitarmanna hefur tekið þátt í leitinni frá því í gær, meðal annars úr sveitum héðan af Vesturlandi.