24. júlí. 2009 10:04
Kári Viðarsson frá Hellissandi lauk nýverið námi af leiklistarbraut Rose Bruford College leiklistarskólans í London. Hann mun ásamt skólafélögum sínum koma til landsins og taka þátt í leiklistarhátíð með tvö leikverk ásamt gagnvirkjum spunaleikjum í byrjun næsta mánaðar. “Ég og fjórir bekkjarfélagar mínir höfum stofnað leikhóp sem kallast The Fiasco Division. Við ætlum að koma með fjóra leiklistarviðburði á hátíðina ArtFart og munum keyra í gegn nokkrar sýningar á rétt innan við viku nú í byrjun ágúst. Viðburðirnir eru tveir gagnvirkir spunaleikir þar sem áhorfendur og leikarar gerast virkir þáttakandur í atburðarrásinni sem er blanda af götuleikhúsi og leik þar sem spilað er til sigurs. Þessir leikir verða fluttir 1. ágúst í tengslum við opnunarteiti ArtFart. Einnig komum við með leikverk sem sýnd verða í Hafnarfjarðarleikhúsinu dagana 5., 6., og 7. ágúst,” sagði Kári í samtali við Skessuhorn.
Nánar er rætt við Kára í Skessuhorni vikunnar.