24. júlí. 2009 09:03
Meistaramót Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi fór fram dagana 8. – 11. júlí sl. á Víkurvelli í Stykkishólmi. Völlurinn skartaði sínu fegursta og veðrið var eins og best var kosið, jafnvel of gott á köflum. Mjög góð þátttaka var í meistaramóti Mostra en 43 kylfingar tóku þátt í ár og var keppt í þremur flokkum karla, tveimur flokkum kvenna og unglingaflokki. Keppni var ansi jöfn og spennandi í sumum flokkum en allir flokkar leika fjóra daga eða samtals 72 holur.
Sjá úrslit mótsins í Skessuhorni vikunnar.