22. júlí. 2009 08:03
Þrotabú Loftorku í Borgarnesi ehf. mun ganga til samninga við stofnanda og nokkra lykilstarfsmenn Loftorku á grundvelli kauptilboðs í reksturinn. Gert er ráð fyrir að samkomulag náist í þessari viku. Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri segir að starfsemin sé núna komin á fullt á ný. „Vitaskuld er það léttir að skiptastjóri hafi fengið umboð til að ganga til samninga við okkur á grundvelli tilboðs okkar í reksturinn og að starfsemin haldi áfram. Það var dapurlegt að horfa upp á lokun fyrirtækisins fyrir skömmu en nú erum við vongóðir um að hægt verði að endurvekja reksturinn á ný,“ sagði Óli Jón.