23. júlí. 2009 12:45
Sundkonan knáa frá Akranesi, Salome Jónsdóttir, bætti í morgun Íslandsmet í telpnaflokki í 400 metra fjórsundi er hún synti á tímanum 5:16,13 í Tampere í Finnlandi. Þar tekur hún þátt í Ólympíudögum Evrópuæskunnar. Þetta er þriðja telpnametið sem Salome setur á árinu.