Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júlí. 2009 08:03

Dýrbitið lamb í Borgarfirði

Nokkuð var fjallað um svefnleysi fólks í sumarbústaðalandinu í Galtarholti í fyrrum Borgarhreppi nú nýverið sökum þess að tófur héldu fyrir því vöku. Kom þá fram að fjármunir væru nú afar takmarkaðir hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð til að halda uppi nauðsynlegri grenjavinnslu. Öllu verra en svefnleysi einstaka sumardvalargests er þó þegar lömb verða fyrir barðinu á tófunni. Meðfylgjandi mynd tók Gunnar Bjarnason bóndi á Hurðarbaki í Reykholtsdal af lambi sem kom heim að bæ á Hurðabaki fyrir skömmu og hafði verið bitið.

“Ekki leikur nokkur vafi á að þetta er af völdum tófu. Lambið hefur sloppið með skrekkinn en er þó illa farið,” segir Snorri Jóhannesson grenjaskytta í uppsveitum Borgarfjarðar í samtali við Skessuhorn. Hann segir að verði slakað enn frekar á refaveiðum, eða þær ekki efldar aftur, megi búast við að sjón sem þessi verði algeng næstu misserin.

“Þá verður ástandið aftur líkt og var hér fyrr á árum,” segir Snorri. Hann segir að þekkt greni á þessum slóðum hafi verið leituð í vor og sum tvívegis vegna þess að tófur sáust á svæðinu. “Það er greinilega til greni sem ekki er vitað um enda hafa sést stálpaðir yrðlingar á þessum slóðum, þó ekki hafi enn tekist að vinna þá.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is