24. júlí. 2009 09:58
Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellisandi og Rifi laust fyrir klukkan 17 í gær. Þá fór rafmagn einnig af um tíma í Grundarfirði. Orsök bilunarinnar var brotin slá í staurastæðu á 66 kV línunni frá Ólafsvík til Vegamóta. Bilunin varð skammt frá Vegamótum. Vinnuflokkar Rarik og Landsnets unnu að bilanaleit og viðgerð og komst rafmagn á aftur um klukkan 23 í gærkvöldi. Díselvélar voru gagnsettar í Ólafsvík meðan gert var við bilunina.