Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júlí. 2009 03:03

Býður veglegt lambalæri í fundarlaun

“Ég er búin að fínkemba öll tjaldstæði í Borgarfirði og spyrjast fyrir víðar en án árangurs,” segir Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti í Borgarfirði, varaþingmaður og formaður Landssambands sauðfjárbænda. Tjaldvagni í eigu Sindra var stolið þar sem hann stóð fyrir utan verkstæði í Brákarey í Borgarnesi líklega um síðustu helgi. “Ég tók svo vel á því þegar ég kom frá Kaldármelum á dögunum að ég braut standinn sem vagninn stendur á. Ég fór því með hann í viðgerð til Kristjáns á vélaverkstæðinu þarna úti í eyju og hann lauk viðgerð vagnsins fyrir síðustu helgi. Þegar ég ætlaði svo að ná í hann á miðvikudaginn var hann horfinn. Líklega hefur honum verið stolið um helgina,” segir Sindri.

Hann segist hafa talað við starfsmann hjá Norrænu ef ske kynni að einhver reyndi að fara með vagninn úr landi, en þar hefði lipurmennskan ekki verið í fyrirrúmi og sér hefði verið vísað á sýslumann og lögreglu, sem sögðust myndi svipast um eftir vagninum. “Norræna er farin núna og ég er orðinn hálf vonlítill um að fá vagninn aftur,” segir Sindri. Tjaldvagn Sindra er af gerðinni Coleman Taos og skráningarnúmerið er TP-326. “Þetta er 1997 árgerð af minnstu gerð, átta fet. Á honum voru tveir hvítir gaskútar en hann er án rafgeyma og alls íburðar. Ég þigg allar upplýsingar sem geta leitt til þess að vagninn finnist og símanúmerið hjá mér er 897-9310. Það er veglegt lambalæri í fundarlaun,” sagði sauðfjárbóndinn Sindri Sigurgeirsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is