24. júlí. 2009 03:01
Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur úr GL heldur forystu sinni á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer í Grafarholtinu. Valdís er með eitt högg í forskot á Ástu Birnu Magnúsdóttur GK en þannig var staðan nánast í allan dag. Valdís Þóra lék á 76 höggum í dag og er samtals á 8 höggum yfir pari. Ásta Birna var á sama skori í dag en var á 75 í gær á meðan Valdís var á 74 í gær.
www.mbl.is greindi frá.