Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2009 01:03

Fyrsta ljósmyndasamkeppnin á Facebook

Markaðsstofa Vesturlands gengst nú fyrir Ljósmyndasamkeppni Vesturlands á Facebook. Opnað hefur verið fyrir skráningar og hafa þegar hátt í 400 myndir verið sendar inn. “Hið sérstaka við þessa keppni er að hún fer að öllu leyti fram á Facebook, þar sem allt virðist gera þessa dagana. Viðkomandi þarf eingöngu að gerast meðlimur í hópnum “Vesturland” á andlitsbókinni eins og hún heitir á okkar ylhýra og getur þar sett inn myndir eins og hann lystir,” segir Jónas Guðmundsson framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar í samtali við Skessuhorn.   Keppnin stendur yfir til 16. ágúst næstkomandi. “Þegar vika er liðin af keppninni hafa alls verið sendar inn tæplega 400 myndir sem er aldeilis frábær árangur. Eru myndirnar af öllum gerðum, frá allskonar fólki og á öllum aldri en atvinnuljósmyndurum er ekki heimil þáttaka,” segir Jónas. Hann segir að eftir sinni vitund sé þetta fyrsta ljósmyndasamkeppnin sem haldin er á Facebook hér á landi og jafnvel í heiminum.

Hótel Glymur í Hvalfirði, Omnis í Borgarnesi, MS Búðardal og Framköllunarþjónustan Borgarnesi styðja við keppnina með vinningum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is