Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2009 02:08

Vel heppnuð bæjarhátíð Grundfirðinga

“Á góðri stund,” bæjarhátíð Grundfirðinga, sem haldin var um helgina þótti takast mjög vel. Talið er að um 3.000 manns hafi sótt hátíðina fyrir utan heimamenn. Baldur Orri Rafnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir skemmtiatriði og önnur atriði hátíðarinnar hafa tekist vel og verið rómuð af gestum.  “Þetta tókst allt rosalega vel. Það gekk allt upp og við töldum um 4.000 þátttakendur í dagskrárliðum á bryggjunni á laugardagskvöldið. Svo hefur aldrei verið eins góð þátttaka í dorgveiðikeppninni eða um 200 veiðimenn. Það komu 300 fiskar á land og stærsti var rúmlega 6 kílóa þorskur. Þetta var alvöru afli,” segir Baldur Orri.

 

 

 

Hann segir að á fimmtudagskvöld hafi verið fjölsóttustu tónleikar sem haldnir hafi verið í Grundarfirði. “Tónleikagestir voru hátt í þúsund. Þarna skemmtu Bjarni Ara og Raggi Bjarna ásamt hljómsveit og allir voru ánægðir. Tónleikarnir kölluðust “Þjófstart” og voru haldnir í húsi Djúpakletts við höfnina. Lögreglan sagði mér að erilssamt hefði verið hjá þeim, einhverjir smápústrar komu upp á en ekkert stórvægilegt. Þá var rólegt hjá lækninum. Hann þurfti að setja nokkur “límbönd” á sár og sinna einu beinbroti vegna slyss, annað var það nú ekki,” segir Baldur og bætir við að umgengni hafi verið ágæt í bænum. “Auðvitað fylgir svona löguðu alltaf eitthvert rusl en við eigum öfluga bæjarstarfsmenn hér sem sáu um að halda öllu hreinu. Það var helst milli klukkan 4 og 6 á nóttunni sem eitthvert rusl sást.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is