28. júlí. 2009 11:21
Páll Þór Ármann framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur vill koma á framfæri athugasemd vegna fréttar hér á vefnum í morgun. Páll segir að í Söluskrá SVFR 2009, aðal sölugagni félagsins, komi skýrt fram að kvóti er á veiði í Fáskrúð í sumar vegna slakrar stöðu í seiðabúskap. Kvótinn er 4 laxar á dag á stöng og heimilt að veiða og sleppa eftir það. Jafnframt eru veiðimenn SVFR hvattir enn frekar til að sleppa laxi í september. “Þetta eru reglur sem gilda í ánni í sumar og voru settar í samráði við Veiðimálastofnun og Veiðifélagið af SVFR og SVFA fylgdi með okkur í þeirri ákvörðun. Kvótinn er því 16 laxar á 2ja stanga holl í 2 daga og 24 laxar á 3ja stanga holl. Þessar reglur gilda fyrir alla sem veiða í ánni og því er það rangt að halda því fram að reglurnar gildi fyrir suma en ekki aðra. Það má hins vegar alltaf auka upplýsingaflæði til veiðimanna og það hefur verið bætt. Á kynningarsíðu um Fáskrúð á heimasíðu SVFR, www.svfr.is er rétt að ekki komu fram upplýsingar um kvóta en úr því hefur núverið bætt . Söluskrá okkar tekur hins vegar af allan vafa um það að í Fáskrúð gildir kvóti í sumar,” sagði Páll Þór Ármann.