30. júlí. 2009 09:13
Lögreglunni á Akranesi barst í liðinni viku tilkynning um að nokkrir menn væru að kveikja eld við hús í bænum. Þegar að var gáð reyndist enginn hætta á ferðum því þar voru nokkrir Pólverjar samankomnir að reykja pylsur að pólskum hætti. Til þess notuðu þeir heimatilbúinn reykofn, sem búinn var til úr gamalli olíutunnu og sprek var notað til reykingar. Mennirnir lofuðu að hætta iðjunni hið snarasta þegar lögreglu bar að og lagði til við þá að hætta.