Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júlí. 2009 10:30

Segja fjármögnun Norðuráls fullkomlega eðlilega

Norðurál hefur sent frá sér tilkynningu vegna umræðu um skuldir álfyrirtækja við móðurfélög og forsíðufréttar Fréttablaðsins í gær þar sem sagði að álfyrirtækin gerðu skuldastöðu þjóðarbúsins verri. Í tilkynningunni segir að íslenskir skattgreiðendur beri enga ábyrgð á rekstri eða skuldum Norðuráls, eins og fram komi í orðum seðlabankastjóra á forsíðu Fréttablaðsins. Sterkt eiginfjárhlutfall ætti að styrkja framtíðarhorfur Íslands.

 

 

Í tilkynningunni segir einnig: „Fjármögnun fyrirtækja byggist annars vegar á eigin fé og hins vegar á lánsfé.  Algengt hlutfall eiginfjár eru 25-40% af heildareignum  fyrirtækja annarra en banka þar sem hlutfallið er lægra.  Íslenska ríkið áætlar að starfrækja nýju bankana með 12% eigin fé í upphafi. 

Samkvæmt tölum í grein Fréttablaðsins sést að eiginfjárhlutfall álfyrirtækja á Íslandi er yfir 50% sem er mjög hátt og telst líklega íhaldssamt og varfærið. Engar skuldir hafa verið færðar á Norðurál á Grundartanga frá móðurfélagi þess eins og haldið er fram í Fréttablaðinu.

 

Fjármögnun fyrirtækisins er með þeim hætti að eigandi félagsins, Century Aluminum Company í Bandaríkjunum, leggur því til annars vegar hlutafé og hins vegar víkjandi lán.  Hlutaféð er mun hærra en víkjandi lánin.  Þetta  er alþekkt fyrirkomulag og t.d. það sama og fjármálaráðuneytið ætlar að nota við eiginfjármögnun bæði Kaupþings og Íslandsbanka sbr. tilkynningu ráðuneytisins 20. júlí sl.

 

Það sem er óvenjulegt við fjármögnun Norðuráls á Grundartanga er að henni  fylgja engar skuldir við lánastofnanir og einnig er eiginfjárhlutfallið mjög hátt,  t.d. miðað við önnur fyrirtæki á Íslandi.  Þetta veldur því meðal annars að fyrirtækið greiðir meira í tekjuskatt en ella.

 

Á síðustu 5 árum hefur Century Aluminum lagt yfir 1 milljarð Bandaríkjadala í fjárfestingar á Íslandi.  Í þær fjárfestingar hefur farið allur hagnaður Norðuráls , auk verulegs framlags frá móðurfyrirtækinu, sem hefur bæði aukið hlutafé og tekið lán erlendis til fjárfestinga á Íslandi. 

 

Á næstu árum fyrirhuga Norðurál og Century Aluminum enn meiri fjárfestingar vegna álversins í Helguvík og því tengt munu tugir milljarða af erlendum gjaldeyri koma inn í íslenskt hagkerfi. 

Mikið innstreymi gjaldeyris vegna útflutnings frá álverinu á Grundartanga og uppbyggingar álvers í Helguvík mun hafa mjög jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf um ókomna tíð."

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is