30. júlí. 2009 01:10
 |
Búðardalur. Ljósm. Mats. |
Ný skólastofnun í Dalabyggð, sem tekur til starfa þann 1. ágúst, heitir Auðarskóli. Á fundi fræðslunefndar Dalabyggðar nýverið var farið yfir þau nöfn sem bárust í nafnasamkeppninni. Fræðslunefnd lagði til að nafnið „Auðarskóli“ yrði fyrir valinu og byggðarráð samþykkti tillöguna. Guðmundur Kári Þorgrímsson og Helga Guðmundsdóttir, Erpsstöðum, sendu inn vinningstillögunnar.
Auðarskóli verður til við sameiningu Grunnskólans í Búðardal, Tónlistarskóla Dalasýslu, Leikskólans Vinabæjar og Grunnskólans í Tjarnarlundi. Skólastjóri Auðarskóla verður Eyjólfur Sturlaugsson.