01. september. 2009 10:05
Matarfíknarmiðstöðin, sem nú heitir Leiðarljós, rekur útibú fyrir starfsemi sína á Akranesi. Boðið er upp á einstaklingsmiðað meðferðarprógramm, þar sem unnið er að breytingum á mataræði, kennt að matreiða fyrir nýjan lífsstíl og leitast við að styrkja viðkomandi til að ná tökum á vanda sínum vegna ofþyngdar, matarfíknar og átröskunar. Í Skessuhorni í síðustu viku var viðtal sem vakið hefur mikla athygli þar sem Harpa Kristjánsdóttir á Akranesi segir frá því hvernig hún tókst á við matarfíkn sína með aðstoð Leiðarljóss.
Leiðarljós heldur í kvöld klukkan 20 opinn kynningarfund í sal Verkalýðsfélags Akraness að Kirkjubraut 40. Þar eru allir sem áhuga á að taka skrefið, eða kynna sér starfsemi Leiðarljóss, hvattir til að mæta.