07. september. 2009 08:02
Vegna breytinga á símkerfi skrifstofa Akraneskaupstaðar og flutninga innanhúss verður ekki símasamband við skrifstofurnar í dag, mánudaginn 7. september. Þá eru skrifstofurnar einnig lokaðar í dag. Undir þetta falla aðalskrifstofa, Akranesstofa, Fjölskyldustofa, Framkvæmdastofa og Skipulags- og umhverfisstofa. Samhliða flutningum innanhúss verður einnig breyting á hluta símanúmera starfsmanna og taka þær gildi á morgun, þriðjudag en þá verður nýtt þjónustuver Akraneskaupstaðar opnað á 1. hæð Stjórnsýsluhússins við Stillholt 16 - 18. Sama dag munu Skipulags- og umhverfisstofa og Akranesstofa flytja starfsemi sína í sama húsnæði en þar voru áður útibú VÍS og Landsbankans.