08. september. 2009 08:05
Frestað var um viku að Breiðafjarðarferjan Baldur færi til að leysa Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja, meðan Herjólfur færi í slipp. Skipið átti að fara í þetta verkefni í gær, sunnudag, en því var frestað til sunnudagsins 13. september. Baldur verður í þessu verkefni í hálfan mánuð.