09. september. 2009 10:03
Stjórn Akranesstofu hefur ákveðið að menningarhátíðin Vökudagar fari fram frá miðvikudeginum 28. október til sunnudagsins 1. nóvember næstkomandi. Hátíðin mun því standa yfir í fimm daga, sem er styttri tími en áður. Síðustu árin hefur hátíðin staðið yfir í tíu daga. Tómas Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Akranesstofu segir að stytting hátíðarinnar þurfi þó ekki að þýða lakari hátíð, þar sem oft hafi aðalkrafturinn í hátíðinni varað í skemmri tíma en tíu dagana. „Ætli þetta verði ekki styttri og snarpari hátíð núna,“ segir Tómas.
Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.