Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2009 01:02

Á bágt með að sætta sig við ambögur í málinu

Þorsteinn við bíl sinn, M-920.
Á dögunum var eldri manni sem nú býr í Borgarnesi veitt sérstök viðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar fyrir hreinsun lóðarinnar við Dvalarheimili aldraðra. Maður þessi heitir Þorsteinn Pétursson, oftast kenndur við Hamra í Reykholtsdal, en þar bjó hann í áratugi ásamt fjölskyldu sinni og kenndi við grunnskólann á Kleppjárnsreykjum. Þorsteinn hafði ekki lengi búið á dvalarheimilinu þegar hann upp á sitt einsdæmi byrjaði að hreinsa lóðina og næsta nágrenni hennar. “Það er gott fyrir svona gamla karla eins og mig að hafa eitthvað að dunda við og helst eitthvað til gagns. Svo fær maður líka þessa fínu hreyfingu út úr þessu á hverjum degi,” segir Þorsteinn. Að vísu segist hann undanfarna daga hafa verið atvinnulaus. Orsökin væri sú að ef vindur hafi blásið þá hafi hann verið norðanstæður og úr þeirri átt berist lítið rusl inn á lóð dvalarheimilisins. Það beri annað við þegar vindur hefur staðið af Hyrnunni og hinum sjoppunum við brúarsporðinn.

“Það er með ólíkindum sóðaskapurinn í fólki sem þarna fer um. Fólki virðist vera alveg sama hverju það hendir á jörðina; sígarettustubbum og stærra rusli; allt fær að fjúka.”

 

 

En Þorsteini er ýmislegt fleira til lista lagt. Hann hefur í gegnum tíðina haft ríka málvitund og er honum alls ekki sama hvernig nýðst er á íslensku máli, eins og hann segir sjálfur. Meðal annars hefur hann verið ötull við að vera blaðamönnum Skessuhorns innan handar að leiðrétta ýmsa misritun og hikar ekki við að setja ofan í við okkur sem þar störfum þegar freklega er gengið á fegurð íslenskrar tungu. Í liðinni viku kom Þorsteinn í heimsókn á ritstjórnina og var slegið upp fundi þar sem blaðamenn fengu lóðrétt í hausinn ýmsar ambögur sem ratað höfðu alla leið á prent. Tækifærið var síðan notað til að eiga stutt spjall við þennan fyrrum barnaskólakennara, sjö barna föður og íslenskumann frá Hömrum.

 

Viðtal við Þorstein birtist í Skessuhorni vikunnar.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is