Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2009 07:32

Lífeyrissjóðir vilja stofna fjárfestingasjóðs í október

Samþykkt var á fjölmennum fundi fulltrúa lífeyrissjóða í Reykjavík í dag að boðað yrði til stofnfundar nýs fjárfestingafélags lífeyrissjóðanna, sem fengið hefur vinnuheitið Fjárfestingasjóður Íslands, í fyrri hluta októbermánaðar, ef hljómgrunnur reynist vera fyrir hugmyndinni innan sjóðanna sjálfra.  Gerð var grein fyrir hlutverki, tilgangi og starfsemi fjárfestingasjóðsins og drögum að skilmálum hans sem fyrir liggja frá hendi starfshóps á vegum lífeyrissjóðanna. Það er síðan á valdi stjórnar hvers lífeyrissjóðs að ræða málið í eigin ranni og taka afstöðu til þess á næstu vikum hvort viðkomandi sjóður tekur þátt í að stofna Fjárfestingarsjóð Íslands.

 

 

Gert er ráð fyrir að hver og einn lífeyrissjóður skuldbindi sig í upphafi til þátttöku í verkefninu með því að ábyrgjast tiltekið framlag sem nýi fjárfestingarsjóðurinn kallar síðan eftir á næstu þremur til fjórum árum þegar fyrir liggja ákvarðnir um fjárfestingar af hans hálfu. Engar upphæðir voru nefndar á fundinum í dag, hvorki um framlög einstakra lífeyrissjóða né um áformað heildarumfang nýja fjárfestingarsjóðsins.

 

Fram kom að gert væri ráð fyrir því að Fjárfestingarsjóður Íslands eignaðist hluti í íslenskum fyrirtækjum í öllum greinum atvinnulífsins, einkum þeim sem lent hefðu í erfiðleikum vegna efnahagshrunsins en ættu sér vænlegan rektrargrundvöll til lengri tíma. Sérstaklega yrði horft til fyrirtækja sem öfluðu gjaldeyristekna eða spöruðu gjaldeyri með starfsemi sinni.

Fjárfestingasjóður Íslands mun ekki taka þátt í fjárfestingum sem orka tvímælis út frá almennum siðareglum. Sjóðurinn mun viðhafa góða stjórnunarhætti og sýna samfélagslega ábyrgð og ábyrgð í umhverfismálum í starfi sínu. Enn fremur kom fram í kynningunni að lögð yrði áhersla á að fyrirtæki, sem fjárfest er í, störfuðu samkvæmt lögum og reglum, virtu alþjóðlega sáttmála um mannréttindi, réttindi launafólks, barnavinnu og umhverfisvernd. Þá yrði í fjárfestingum litið til reglna OECD, Viðskiptaráðs Íslands, Kauphallar Íslands og samtaka launafólks og atvinnurekenda um stjórnunarhætti fyrirtækja og til reglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar.

 

Markmiðið með starfsemi Fjárfestingasjóðs Íslands er að ná vænlegri arðsemi á fjárframlög hluthafa, þ.e. lífeyrissjóðanna. Sérstakt ráðgjafarráð mun marka fjárfestingastefnu sjóðsins að tillögu sjóðsstjórnar.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is