23. september. 2009 10:03
„Ég lærði að prjóna þegar ég var barn og prjónaði á mig sokka og vettlinga þegar ég var unglingur. Síðan byrjaði ég aftur að prjóna þegar ég var að bíða eftir að yngri sonur minn fæddist fyrir 32 árum og hef prjónað mikið síðan, sérstaklega núna fjögur síðustu árin eftir að ég hætti að vinna,“ segir Sigurður Eiðsson í Borgarnesi sem prjónar í hverjum mánuði fjórar lopapeysur, sem hann sendir til sölu hjá Handprjónasambandinu. Sigurður bætir því við að þetta sé fyrir utan það sem hann prjónar prívat, það sem fólk biður hann um að prjóna fyrir sig.
Sjá viðtal við Sigurð í Skessuhorni sem kom út í dag.