24. september. 2009 07:22
 |
Valgerður Hlín |
„Ég hef alltaf haft talsverðan áhuga á ljósmyndun og það jókst eftir að ég fékk góða myndavél í útskriftargjöf frá foreldrum mínum þegar ég útskrifaðist frá MA vorið 2008. Ég sendi mynd í keppnina að gamni mínu. Átti náttúrlega enga von á því að ég myndi vinna, enda þvílíkur fjöldi mynda sem barst og allar þessar 700 myndir rosalega fallegar. Það kom mér eiginlega í opna skjöldu þegar mér var tilkynnt að ég hafði unnið,“ segir Valgerður Hlín Kristmannsdóttir frá Ólafsvík sem bar sigur úr bítum í Ljósmyndakeppni Vesturlands, sem Markaðsskrifstofa Vesturlands stóð fyrir á samskiptasíðunni Facebook og greint var frá í Skessuhorni fyrr í mánuðinum.
Rætt er stuttlega við Valgerði í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.