Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2009 02:03

Vill að metanstöð verði byggð á Akranesi

Leif Halldórsson.
„Þegar ég sá í sjónvarpsfréttum að ekki væru not fyrir allt það metangas sem framleitt er í Álfsnesi á Kjalarnesi þá datt mér í hug hvort við Skagamenn gætum ekki boðið land undir metangasstöð og jafnvel stefnt að því að breyta bílum hérna yfir í að þeir geti notað metan í stað bensíns eða olíu. Við eigum nóg land hérna og stutt að fara með metanið hingað. Bærinn gæti boðið lóð undir þetta án gjalda fyrstu árin,” segir Leif Halldórsson, fyrrum sjómaður og útgerðarmaður, sem nú hefur aftur sest að á Akranesi eftir 37 ára búsetu á Vestfjörðum með tveggja ára hléi þó þegar hann var stýrimaður á Akraborginni.

Leif segir að sér sýnist að auðvelt sé að breyta eyðslufrekum bílum í metanbíla. Það kosti 600-800 þúsund krónur en hljóti að verða ódýrara þegar margir láti breyta í einu. „Það er bruðl að fara yfir í rafmagnsbíla. Við megum ekki fara að henda þessum fínu bílum sem við eigum, það er einfaldara að breyta þeim í metanbíla. Það er komið nóg af bruðlinu í þessu þjóðfélagi. Dæmi um það er þegar úrelda þurfti báta á móti nýjum sem keyptir voru eða bátum sem verið var að stækka. Það var fjölda góðra báta hent þá. Ég þurfti til dæmis að kaupa þrjá til að vega upp á móti stækkun og dæmi eru um að þegar verið var að breyta og stækka loðnuskip voru útgerðir að kaupa upp í átta báta til að henda. Það má ekki fara út í svona vitleysu núna með bílana. Þess vegna eigum við gera allt sem hægt er til að breyta eyðslufrekum en góðum bílum yfir í metanbíla,” segir Leif Halldórsson.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is