27. september. 2009 12:01
Flotbryggja í höfninni á Akranesi losnaði frá Akraborgarbryggju í gær. Voru félagar í Björgunarfélagi Akraness fengnir til aðstoðar og var taug fest í einn bíla sveitarinnar og hélt hún við flotbryggjuna þar til veðrið gekk niður.