30. september. 2009 01:29
Karlalið Snæfells komst eins og kunnugt er í undanúrslit deildarbikarkeppninnar, Powerade bikarsins, eftir sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar 96:83 í Hólminum síðastliðinn sunnudag. Snæfell mætir Grindvíkingum í undanúrslitum í kvöld, miðvikudag og fer leikurinn fram í Röstinni Grindavík. Á sama tíma mæta KR-ingar Njarðvíkingum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.