02. desember. 2009 09:05
Verkefnisstjórn um byggingu Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit hefur metið þau átta byggingafyrirtæki sem tóku þátt í forvali vegna byggingar skólans. Að sögn Hallfreðs Vilhjálmssonar oddvita uppfylltu fjögur fyrirtækjanna þau skilyrði sem sett voru í forvalinu. Tillaga verkefnisstjórnar er að áfram verði unnið með þessum fjórum byggingafyrirtækjunum. Þau eru Eykt ehf, ÍAV hf, JÁ-verk ehf. og Vestfirskir verktakar ehf.