Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. desember. 2009 11:55

Sjö verkefni á Vesturlandi fá styrk úr Þjóðhátíðarsjóði

Ólafsdalur og Bátasafn við Breiðafjörð fengu háa styrki.
Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði vegna verkefna á næsta ári. Alls bárust 259 umsóknir um styrki að fjárhæð samtals 350 milljónir króna. Úthlutað var að þessu sinni 65 styrkjum að fjárhæð 33,9 milljónir. Þar af var veitt 4,6 milljónum til sjö verkefna á Vesturlandi. Tilgangur Þjóðhátíðarsjóðs er að veita styrki til stofnana og annarra þeirra sem sem vinna að varðveislu og vernd menningar og verðmæta, sem núverandi kynslóðir hafa tekið í arf.

Hæsta styrkinn hlaut Málvísindastofnun Háskóla Íslands 1,5 milljónir króna. Þar næst komu sex verkefni sem hvert um sig hlutu eina milljón króna í styrk. Þar af voru tvö af Vesturlandi, á vegum Ólafsdalsfélagsins og Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar.

Ólafsdalsfélagið stendur fyrir endurreisn Ólafsdals í Dölum og varðveislu þeirra miklu menningarverðmæta sem í staðnum eru fólgin. Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar stendur fyrir því að lagfæra hús í eigu Reykhólahrepps. Setja þar upp safn báta, verkfæra og annarra muna sem tilheyra bátasmíði við fjörðinn. Einnig til endursmíði gamalla báta sem verða til sýnis á safninu.

 

Sex hundruð þúsund króna styrkur kom í hlut Stafholtskirkju í Borgarfirði. Hann á að nýtast til endurgerðar kirkjunni, en skipta þarf um alla glugga og styrkja burðarviði. Hálfrar milljónar króna styrkur kom til fjögurra verkefna. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar fær styrk til áframhaldandi skönnunar ljósmynda Skjalasafns Borgarfjarðar inn á vefinn, en í safninu eru alls um 15.000 gamlar ljósmyndir. Ljósmyndasafn Akraness fær styrk til að setja upp sýningu um mannlíf á Skipaskaga á fyrri hluta síðustu aldar. Þá fékk Landbúnaðarsafn Íslands styrk til handritsgerðar vegna heimildamyndar um þúfnabanann, sem olli þeim tímamótum á Íslandi að menn sáu að unnt var að nota vélarafl til jarðabóta. Loks fékk félagið Þrísker ehf. hálfrar milljónar króna styrk til endurbyggingar Hraðfrystihússins í Flatey.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is