Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2009 12:03

Eldvarnir og hestavörur saman á Akranesi

Böðvar og Björn
Böðvar Jóhannesson stofnandi og eigandi Eldvarna ehf. á Akranesi hefur selt fyrirtækið hjónunum Birni Ólafssyni og Guðríði Gunnarsdóttur frá Þúfu í Kjós. “Ég stofnaði þetta á afmælisdeginum hans pabba 28. október 1993. Þetta eru því sextán ár og einn dagur sem ég hef rekið þetta,” segir Böðvar en afhendingardagur fyrirtækisins var 1. desember. Böðvar hefur veitt alhliða þjónustu með slökkvitæki og eldvarnabúnað jafnt til einstaklinga og fyrirtækja. “Viðskiptavinirnir eru flestir hér á Akranesi og einnig eru stóriðjurnar á Grundartanga umfangsmiklar en ég hef reynt að veita þeim snögga og góða þjónustu. Útgerðarmenn voru líka stórir viðskiptavinir en bátum hefur fækkað hér á Skaganum og því eru viðskiptin minni. Ég hef lítið farið um Vesturlandið en nokkrar ferðir norður á Strandir en ég er með allan búnað til að hlaða slökkvitæki í bílnum.”

 

 

Böðvar segir einstaklinga ekki nógu vakandi fyrir því að hafa eldvarnabúnað í íbúðum sínum. “Það þurfa að vera slökkvitæki og eldvarnateppi á hverju heimili ásamt því að reykskynjarar þurfa að vera í hverju herbergi. Nú eru komnir reykskynjarar sem eru þráðlaust samtengdir, sem getur komið sér vel í stórum húsum, eins og til dæmis mikið er af hér á Skaganum. Ef eldur kviknar á einni hæðinni fara reykskynjarar líka af stað á öðrum hæðum. Fólk þarf líka að vera duglegra við að láta skoða slökkvitæki,” segir Böðvar.

 

Hestavöruverslun með eldvörnunum

Nýju eigendurnir ætla að vera með meiri starfsemi í húsnæðinu að Smiðjuvöllunum, enda plássið gott í nýlegu húsinu. “Við verðum líka með litla hestavöruverslun hérna undir nafninu Hestahorn B og B. Við ætlum að bjóða þar upp á allt það helsta sem hestamenn þurfa og ef það verður ekki til á lager getum við útvegað það með litlum fyrirvara. Auk þess verðum við með notuð reiðtygi í umboðssölu,” segir Björn en hann segir konu sína verða aðallega í versluninni en bæði hafa þau stundað hestamennsku lengi. “Þessi þjónusta hefur ekki verið hér á Akranesi í áratugi þannig að við vonum að markaðurinn sé til staðar.”

 

Björn segist reikna með að markaðssvæði sitt í eldvarnaþjónustunni verði svipað og verið hafi hjá Böðvari en þó vonist hann til að ná viðskiptum norður með Vesturlandi. Það gerir hann  í ljósi breyttra aðstæðna þar sem samkeppnislög heimila ekki lengur starfandi slökkviliðsmönnum að sjá um eftirlit og áfyllingu slökkvitækja.

 

Björn hefur verið með Böðvari síðasta mánuðinn að kynna sér starfsemina en sjálfur er hann þó ekki ókunnugur þessum störfum því hann starfaði við slíkt í Reykjavík áður. Böðvar segist ætla að hafa það náðugt á næstunni enda kominn á aldur til þess. “Ég var nú farinn að minnka þetta við mig og var með starfsmann hjá mér í sumar. Ég hef líka verið að dunda við að fella net og fleira enda lærður netagerðarmaður. Ætli ég verði ekki eitthvað við það áfram,” segir hann en allur búnaður og tæki Eldvarnar ehf. ásamt húsnæðinu fylgdi með í sölu Böðvars á fyrirtækinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is