Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2009 08:05

Íþróttir í hundrað ár á Akranesi

Haraldur og feðgarnir Friðþjófur og Helgi.
Ljósmyndasýningin „Íþróttir í 100 ár, saga í máli og myndum,“ verður opnuð í dag, föstudaginn 4. desember, á fyrstu hæð í suðurhluta hússins að Stillholti 16-18 á Akranesi. Það eru Haraldur Sturlaugsson og Friðþjófur Helgason sem standa að þessari sýningu og hafa þegið aðstoð víða að en fyrst og fremst farið í smiðju til Helga Daníelssonar og Ljósmyndasafns Akraness. Texti og myndir komu einnig frá vefsíðunni  www.haraldarhus.is  Að sögn Haraldar Sturlaugssonar forvígismanns sýningarinnar er efnt til hennar í virðingarskyni við þá sem rutt hafa brautina, haldið íþróttakyndlinum á lofti og látið enga fyrirhöfn verða of mikla til að ná settu marki. Þróun og saga íþróttanna er í byrjun að nokkru samofin Ungmennafélagi Akraness sem stofnað var 23. janúar 1910. Þá fyrst komst skipulag á íþróttastarf á Akranesi og allar götur síðan hefur Akranes verið rómaður íþróttabær.

Á sýningunni er að finna myndir úr litríkri sögunni frá 1910 til 2010 og eiginlega allt frá því að Ólafur Finsen héraðslæknir, Thor Jensen athafnamaður og Magnús Ólafsson kaupmaður og ljósmyndari hófu að kenna ungum mönnum leikfimi og líkamsrækt rétt fyrir aldamótin 1900.

 

Haraldur segir að reynt hafi verið að fá myndir af sem flestum afreksmönnum Akurnesinga í íþróttum fyrr og síðar, meðal annars í knattspyrnu, sundi, badminton, fimleikum og golfi. Á sýningunni eru einnig myndir af mörgum öðrum sem stóðu sína plikt í sambandi við allt starf á íþróttasviðinu. Margir ljósmyndarar hafa komið hér við sögu og er ská um þá sem vitað er um á vefsíðunni haraldarhus.is

 

Sýningin „íþróttir í 100 ár“ verður í fyrstu opin föstudaginn 4. desember kl. 18-20 og  laugardag og sunnudag 5. - 6. desember kl. 16-20. Um framhald sýningarinnar verður tilkynnt síðar. Væntanlega mun það koma mörgum sýningargestum á óvart hve mikið myndefni er til frá þessum 100 árum, ekki síst frá fyrstu áratugunum.

 

Hressir keppnismenn opna sýninguna

Hressir keppnismenn fæddir 1916 og 1917 munu opna sýninguna formlega á föstudag með dyggri aðstoð fyrsta methafa af Akranesi í frjálsum íþróttum frá árinu 1945 og Helga Dan. Í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar segir að þeir lofi því að engar ræður verði fluttar en áhersla lögð á samveru, áhorf og vegglestur. Tónlist í  bakgrunni verður að hætti Flosa Einarssonar. Allir sem kunna að hafa áhuga á sýningunni eru hjartanlega velkomnir alla dagana, segir einnig í tilkynningunni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is